Saturday, May 23, 2009

Eitt blogg á mánuði

Bara svona til að halda þessari sjálfsmyndardagbók við. 

Sit núna á 11. hæð í Vesterbro með Hildi vinkonu minni, sem mér þykir by the way óendanlega vænt um. Hef ekki séð hana í tvær vikur og var himinlifandi og mikið fegin þegar hún hringdi í mig í kvöld, sagðist vera komin heim til Kaupmannahafnar og bauð mér í bjúgu og uppstúf. Ég skellti í salat og kom eins og skot. Fékk að knúsast aðeins og kyssa litlu Margréti mína sem var orðin svo miklu klárari og stærri á þessum tveimur vikum sem þau fjölskyldan eyddu á Íslandi. 

Við Hildur erum samviskusömustu konur í allri Köben held ég þar sem við erum að "missa" af Emilíönu Torrini tónleikum og sitjum þess í stað sveittar við skriftir og photosjopp. Báðar með stóran deadline á mánudaginn og "evaluation" í júní. Gaman að geta lært saman og ég er búin að njóta þess í þessum mánuði að læra með tveimur æskuvinkonum mínum aftur, minnir á gamla góða daga við eldhúsborðið í Lyngheiðinni. 

Við Hildur vorum að enda við að ræða það hvað veðrið virðist hafa mikil áhrif á mann. Ég er til dæmis ekki alveg búin að átta mig á því að það er komið sumar hérna í Köben. Fór því út í pesyu, jakka og með trefil og húfu áðan. Endaði á stuttermabolnum, kófsveitt að hjóla upp Enghavevej - en brosandi út að eyrum, hugsandi um hvað allt væri gott og fagurt, þrátt fyrir að hafa deginum áður verið í tilvistarkreppu vegna álags, heimþrár, einmannaleika og almennrar geðveilu. Svona getur þetta allt breyst bara við að skella sér út í sólina, anda að sér yndislega blóma og gróðurilminu, horfa á allt fallega fólkið og hitta góða vini. 

LOVE IT