Thursday, September 25, 2008

Morgunspekúleringar

Hvort mynduð þið fallast á frasann: Learning for living eða Learning for a living


Búið að diskútera þetta mikið í bekknum mínum hvort að education (nám og formleg skólaganga) sé einungis tæki til að þéna meiri peninga og fá hærri laun í vinnu sem þú sækist eftir eða hvort education, nám og reynsla sé eitthvað sem eigi að þroska persónuleika þinn og styrkja þannig stöðu þína í lífinu almennt, óháð tekjumöguleikum. Er ennþá soldið á báðum áttum...

3 comments:

Bjarney said...

Hæ Eva - Fann þig hérna líka!

Góðar pælingar og gaman að velta þessu fyrir sér

Ég held að yfirleitt sé ástæðan fyrir námi sambland af báðu - Þ.e að þetta tvennt sé eiginlega sitt hvor hliðin á sama peningnum. Fylgist alltaf að.

Hins vegar er eflaust einstaklingsbundið hvort að einstaklingurinn fari í nám með það markmið í fyrsta sæti að fá hærri tekjur eða með því markmiði að þroska sjálfan sig.

En allavega held ég að yfirleitt komi bæði til :)

Kv. úr sveitinni.. Bjarney :)

Eyrún said...

Ég hef ekki metnað fyrir neinu öðru en að þroska sjálfa mig.

Lalli og Eva said...

Hehehe frábærar athugasemdir!!