Tuesday, October 14, 2008

Fyrir afa

Þetta fallega kvæði eftir Davíð Stefánsson er fyrir afa minn og líka smá í tilefni kreppu og einlægrar vonar minnar um að rómantíkin fari nú að taka við af neó-liberalisma og póstmódernisma. 


Hrosshár í strengjum og holað innan tré
-ekki átti fiðlingur meira fé

Í kotinu söng hann og konan sem þar bjó
-gaf honum nesti og nýja skó

Fiðlingur þráði fegurð og söng
-yfir honum vaggast eilífðin löng

Hrosshár í strengjum og holað innan tré
-ekki átti fiðlungur meira fé

No comments: