Monday, November 10, 2008

Að komast í gírinn...

Að komast yfir einhverja ákveðna hindrun í ritgerðarskrifum er svo góð tilfinning. Þið vitið alveg hvað á ég við. Þegar maður er búin að stara á blaðið í marga klukkutíma (jafnvel daga) og stroka mun meira út en maður skrifar.... þá er svo gott að finna andann koma yfir sig. Horfa á orðin sem birtast nánast fyrirhafnarlaust á skjánum. Þurfa varla að stroka út staf og hafa skýra sýn á hvað á að koma á eftir hverju.

Lalli setti ipodinn ný hlaðinn í græjurnar í gærkvöldi og viti menn, argentískur tangó ómaði um alla fjórðu hæð á Matthæusgade. Nánast á stundinni komst ég algjörlega í "the zone" svo ég sletti aðeins.

Ó svo yndælt.

Citizenship is a way of making concrete ethical commitments of care and respect. It is both a status and a role. It is a form of social co-operation and identification. Citizenship is a way of living together with people in a community.

4 comments:

Ásdís Ýr said...

Mig vantar svo þennan anda.. ritgerðin mín er svo mikið monster núna :(

Lalli og Eva said...

Æææ hugsa vel til þín!!!

Ásdís Ýr said...

Takk takk.. ég ætla mér að klára á undan þér :) Hvað hef ég, 1 og hálft ár?

Lalli og Eva said...

HEhehe rétt svo ;)