Er að fara í próf á fimmtudaginn.
Er alvarlega að íhuga að taka fyrir stöðuna á Íslandi núna. Ekki það að ég geti talað um efnahagslegt ástand þjóðarinnar af einhverju viti heldur langar mig að beina kastljósinu að borgaralegri og samfélagslegri vitund fólks. Þeim síbreytileika sem við búum við í samfélögum nútímans og hversu mikilvægt það er að þroska, kenna og stuðla að borgaravitund ungs fólks. Sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem nú er komin upp í samfélagi Íslands. Ég efa það að nokkurn tíman áður hafi mikilvægi umræðunnar um borgaraleg gildi, samfélagslega ábyrgð eða lýðræði átt betur við.
Ritgerðin sem ég skrifaði mitt í öllu "ástandinu" og skilaði inn rétt fyrir jólin, fjallar um Citizenship Education og mikilvægi hennar. Í ritgerðinni varpa ég ljósi á hugtakið borgari eða citizen og tengingu þess við menntun og menntastofnanir. Ég fjalla um Lifelong Learning menntastefnuna og hvernig sú stefna byggir á leiðarljósum á borð við virkri þátttöku borgara eða active citizenship, félagslegri samheldni eða social inclusion og ánægju einstaklinga eða personal fulfillment. Nýtilkomið bættust síðan við Lifelong Learning stefnuna svokallaðir key competences eða sú hæfni sem er talin mikilvæg fyrir fólk að búa yfir í nútíma- þekkingarsamfélögum og sem er talið mikilvægt að menntastofnanir stuðli að og einstaklingar búi yfir þegar þeir hafa lokið grunnmenntun sinni.
Ein lykilhæfni samkvæmt LLL (Lifelong Learning) er einmitt social and civic competence eða samfélagsleg- og borgaraleg hæfni. Slík hæfni felur meðal annars í sér þekkja og skilja helstu undirstöður lýðræðis. Til dæmis að þekkja lýðræðislegar stofnanir innan samfélaga, hlutverk þeirra og tilgang. Þessi hæfni felur einnig í sér að geta tekið á ágreiningsmálum á hlutlausan og áhrifaríkan hátt, að geta sett fram skoðanir sínar á áhrifaríkan og rökstuddan máta, að geta starfað og lifað innan um mismunandi fólk í mismunandi aðstæðum og að geta tekið markvisst þátt í samfélagi sínu og stuðla sífellt að réttlátara og lýðræðislegra samfélagi.
Við getum flest verið sammála um að menntun í vestrænum þjóðfélögum byggir í grunninn á lýðræðislegum og afskaplega sjarmerandi gildum og hugmyndum. Helstu markmið grunnskólans á Íslandi er til dæmis samkvæmt lögum að stuðla að persónulegum þroska einstaklinga með það að leiðarljósi að þeir verði fullgildir og þátttakandi þegnar í síbreytilegu nútímasamfélagi. En getur verið að við höfum tekið þessi gildi sem jú eiga að leggja grunn að menntun einstaklinga í lýðræðislegu samfélagi fyrir gefin. Getur verið að við höfum með árunum fjarlægst þessi gildi, þrátt fyrir að þau eigi að marka upphaf og endi menntunar. Getur verið að við höfum verið sofandi á verðinum yfir mikilvægi þess að vera gagnrýnin á hugmyndir annarra, okkar eigin hugmyndir, lýðræðislegar stofnanir í samfélaginu og samfélagið sjálft?
Getur verið að við þurfum jafnvel að hugsa upp á nýtt hvers virði lýðræðið er fyrir okkur, hvað það þýðir að vera borgari í lýðræðislegu samfélagi og hvers konar siðferði við tengjum við samfélagslega ábyrgð, réttindi og skyldur. Er nóg að líta blákalt á lagarammann eða þurfum við líka að spurja okkur hvar var skyldunni og ábyrgðinni kastað og hvar voru réttindin misnotuð eða ofnotuð.
Ef við státum okkur af löngu og stöðugu lýðræði, ef við viljum getað sagt með sanni að við búum í lýðræðisríki þá þurfum við líka að beina sjónum okkar að því unga fólki sem kemur til með að taka við landinu og sjá til þess að þeir einstaklingar sem síðar verða vel efnaðir viðskiptamenn og konur, ráðherrar eða forstjórar lýðræðislegra stofnanna og koma til með að móta framtíð Íslands, verði fólk sem hafi það á hreinu hvers virði það er að vera borgari í lýðræðislegu samfélagi. Verði fólk sem komi til með að bera virðingu fyrir bæði réttindunum sínum og skyldum. Fólk sem taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé gagnrýnið á ríkjandi gildi, viðmið og stofnanir. Fólk sem sé óhrætt við að segja skoðanir sínar og fólk sem vill meta og endurmeta samfélag sitt og stofnanir innan þess í samræmi við lýðræðislegar hugsjónir.
...og vegna þess alls er Citizenship Education svo mikilvæg og það er nú það sem restin af ritgerðinni er um, auk þess sem ég fer inn á niðurstöður rannsóknar sem IEA eða International Association for the Evaluation of Educational Achievement gerði á árunum 1999 til 2002. Þar voru ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára frá 28 löndum víðsvegar úr heiminum þátttakendur í könnun um lýðræðisleg gildi, viðhorf og skoðanir. Afstaða þeirra til borgaralegrar þátttöku, ábyrgðar og réttinda var könnuð og margt fleira mjög áhugavert. Í lok ritgerðarinnar fjalla ég síðan um hvers konar leiðarljós við gætum hugsanlega fylgt þegar við hugum að árangursríkri og góðri Citizenship Education (þið afsakið enskuna en íslenskan nær ekki alveg nógu vel utan um orðið finnst mér). Síðan ber ég það saman við nokkrar niðurstöður úr IEA könnunni og fjalla um bilið á milli fræðanna og raunveruleikans.
Það er líka einstaklega gaman að segja frá því að næsta haust er í deiglunni að fara af stað með svipaða rannsókn á Íslandi, borgaravitundarrannsókn í tengslum við afstöðu, hugmyndir og skoðanir ungs fólks. Ef allt gengur vel þá get ég vonandi tekið þátt þar ásamt því að tengja niðurstöður við Mastersritgerðina mína sem ég kem til með að skrifa á sama tíma.
Lifið Heil.
Er alvarlega að íhuga að taka fyrir stöðuna á Íslandi núna. Ekki það að ég geti talað um efnahagslegt ástand þjóðarinnar af einhverju viti heldur langar mig að beina kastljósinu að borgaralegri og samfélagslegri vitund fólks. Þeim síbreytileika sem við búum við í samfélögum nútímans og hversu mikilvægt það er að þroska, kenna og stuðla að borgaravitund ungs fólks. Sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem nú er komin upp í samfélagi Íslands. Ég efa það að nokkurn tíman áður hafi mikilvægi umræðunnar um borgaraleg gildi, samfélagslega ábyrgð eða lýðræði átt betur við.
Ritgerðin sem ég skrifaði mitt í öllu "ástandinu" og skilaði inn rétt fyrir jólin, fjallar um Citizenship Education og mikilvægi hennar. Í ritgerðinni varpa ég ljósi á hugtakið borgari eða citizen og tengingu þess við menntun og menntastofnanir. Ég fjalla um Lifelong Learning menntastefnuna og hvernig sú stefna byggir á leiðarljósum á borð við virkri þátttöku borgara eða active citizenship, félagslegri samheldni eða social inclusion og ánægju einstaklinga eða personal fulfillment. Nýtilkomið bættust síðan við Lifelong Learning stefnuna svokallaðir key competences eða sú hæfni sem er talin mikilvæg fyrir fólk að búa yfir í nútíma- þekkingarsamfélögum og sem er talið mikilvægt að menntastofnanir stuðli að og einstaklingar búi yfir þegar þeir hafa lokið grunnmenntun sinni.
Ein lykilhæfni samkvæmt LLL (Lifelong Learning) er einmitt social and civic competence eða samfélagsleg- og borgaraleg hæfni. Slík hæfni felur meðal annars í sér þekkja og skilja helstu undirstöður lýðræðis. Til dæmis að þekkja lýðræðislegar stofnanir innan samfélaga, hlutverk þeirra og tilgang. Þessi hæfni felur einnig í sér að geta tekið á ágreiningsmálum á hlutlausan og áhrifaríkan hátt, að geta sett fram skoðanir sínar á áhrifaríkan og rökstuddan máta, að geta starfað og lifað innan um mismunandi fólk í mismunandi aðstæðum og að geta tekið markvisst þátt í samfélagi sínu og stuðla sífellt að réttlátara og lýðræðislegra samfélagi.
Við getum flest verið sammála um að menntun í vestrænum þjóðfélögum byggir í grunninn á lýðræðislegum og afskaplega sjarmerandi gildum og hugmyndum. Helstu markmið grunnskólans á Íslandi er til dæmis samkvæmt lögum að stuðla að persónulegum þroska einstaklinga með það að leiðarljósi að þeir verði fullgildir og þátttakandi þegnar í síbreytilegu nútímasamfélagi. En getur verið að við höfum tekið þessi gildi sem jú eiga að leggja grunn að menntun einstaklinga í lýðræðislegu samfélagi fyrir gefin. Getur verið að við höfum með árunum fjarlægst þessi gildi, þrátt fyrir að þau eigi að marka upphaf og endi menntunar. Getur verið að við höfum verið sofandi á verðinum yfir mikilvægi þess að vera gagnrýnin á hugmyndir annarra, okkar eigin hugmyndir, lýðræðislegar stofnanir í samfélaginu og samfélagið sjálft?
Getur verið að við þurfum jafnvel að hugsa upp á nýtt hvers virði lýðræðið er fyrir okkur, hvað það þýðir að vera borgari í lýðræðislegu samfélagi og hvers konar siðferði við tengjum við samfélagslega ábyrgð, réttindi og skyldur. Er nóg að líta blákalt á lagarammann eða þurfum við líka að spurja okkur hvar var skyldunni og ábyrgðinni kastað og hvar voru réttindin misnotuð eða ofnotuð.
Ef við státum okkur af löngu og stöðugu lýðræði, ef við viljum getað sagt með sanni að við búum í lýðræðisríki þá þurfum við líka að beina sjónum okkar að því unga fólki sem kemur til með að taka við landinu og sjá til þess að þeir einstaklingar sem síðar verða vel efnaðir viðskiptamenn og konur, ráðherrar eða forstjórar lýðræðislegra stofnanna og koma til með að móta framtíð Íslands, verði fólk sem hafi það á hreinu hvers virði það er að vera borgari í lýðræðislegu samfélagi. Verði fólk sem komi til með að bera virðingu fyrir bæði réttindunum sínum og skyldum. Fólk sem taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé gagnrýnið á ríkjandi gildi, viðmið og stofnanir. Fólk sem sé óhrætt við að segja skoðanir sínar og fólk sem vill meta og endurmeta samfélag sitt og stofnanir innan þess í samræmi við lýðræðislegar hugsjónir.
...og vegna þess alls er Citizenship Education svo mikilvæg og það er nú það sem restin af ritgerðinni er um, auk þess sem ég fer inn á niðurstöður rannsóknar sem IEA eða International Association for the Evaluation of Educational Achievement gerði á árunum 1999 til 2002. Þar voru ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára frá 28 löndum víðsvegar úr heiminum þátttakendur í könnun um lýðræðisleg gildi, viðhorf og skoðanir. Afstaða þeirra til borgaralegrar þátttöku, ábyrgðar og réttinda var könnuð og margt fleira mjög áhugavert. Í lok ritgerðarinnar fjalla ég síðan um hvers konar leiðarljós við gætum hugsanlega fylgt þegar við hugum að árangursríkri og góðri Citizenship Education (þið afsakið enskuna en íslenskan nær ekki alveg nógu vel utan um orðið finnst mér). Síðan ber ég það saman við nokkrar niðurstöður úr IEA könnunni og fjalla um bilið á milli fræðanna og raunveruleikans.
Það er líka einstaklega gaman að segja frá því að næsta haust er í deiglunni að fara af stað með svipaða rannsókn á Íslandi, borgaravitundarrannsókn í tengslum við afstöðu, hugmyndir og skoðanir ungs fólks. Ef allt gengur vel þá get ég vonandi tekið þátt þar ásamt því að tengja niðurstöður við Mastersritgerðina mína sem ég kem til með að skrifa á sama tíma.
Lifið Heil.