...að ganga í garð.. ready or not, the world is coming! Ég er annars bara nokkuð slök yfir nýju ári og nánast að öllu leyti sátt við síðasta ár. Lífið gengur jú sinn vanagang, upp og niður, í bylgjum og stundum er allt gott og stundum er allt vont. Hver kafli hefur tilgang og allt er þetta sjálfsagt eins og það á að vera.
Við Lalli fórum yfir árið og komumst í sameiningu að því að við erum aðallega sátt við að hafa tekið þá ákvörðun að flytja hingað til Danmerkur. Það er gott að finna að maður hefur tekið réttar ákvarðanir. Við erum glöð og sæl hérna í Kaupmannahöfn en getum líka vel hugsað okkur að breyta til og prófa eitthvað nýtt á næsta ári eða komandi árum. Flutningarnir hingað gerðu okkur einungis frjálsari og opnari fyrir nýjungum og breytingum - og það er það sem við erum svo ánægð með.
Tíminn er svo afstæður. Mér fannst oft sem tíminn hefði staðið kyrr þegar ég var heima um jólin. Hitti æskuvinkonurnar og fannst þá eins og ég hefði ekki elst um gramm síðan í gaggó. Fannst líka eins og tíminn flygi á ógnarhraða þegar ég uppgötvaði að eftir viku ætti ég að skila inn fyrstu MA ritgerðunum mínum.
Evrópsku menntafræðin fara vel í mig. DPU er fínn skóli og ég skil betur og betur hversu innilega velgengni er tengd eigin frumkvæði, vilja, hugrekki og athöfnum. "It is what you make of it" er setning sem hefur fengið að hljóma nokkru sinnum síðan í haust. Góð og gild speki líka.
Mitt í öllu sjálfstæðinu og sjálfsmyndarsköpuninni hefur mér líka lærst að sönn hamingja er sú hamingja sem ég deili með öðrum. Sem betur fer bý ég svo vel að eiga yndislegt fólk í kringum mig til að deila lífinu með.
3 comments:
Elsku Eva!
Gleðilegt ár.
Takk fyrir það gamla.
Megi hamingja, velgengni og gleði umvefja þig á nýju ári.
Gaman að hitta þig á Sölva.
Hefði svo viljað hafa meira næði og spyrja þig spjörunum úr EN það bíður betri tíma.
Með kærri kveðju,
Guðrún Hvergerðingur
Takk sømuleidis Gudrun min, yndislegt ad hittast smavegis, en kaffisopinn og kjaftid bydur betri tima... :)
Bestu kvedjur og knus
Eva
Veit ekki hvaða krafa þetta er en ef þú bloggar á hinum staðnum þá býst ég alltaf samtímis við bloggi hérna og kíki alltaf ;) Engin pressa samt!
Kv, Guðún
Post a Comment