European Master in Lifelong Learning: Policy and Management (MA LLL)
MA LLL er þverfaglegt, tveggja ára, úrvals-meistaranám fyrir nemendur með bakgrunn í félags- eða mannvísindum. Námið er hluti af Erasmus Mundus áætlun Evrópuráðsins og fer því fram í allt að þremur evrópskum háskólum: Danish School of Education - Kaupmannahöfn, Institute of Education – London og University of Deusto – Spánn.
Í ár er leitað sérstaklega eftir nemendum frá Evrópu til að sækja um í námið og þurfa hæfir nemendur sem komast inn ekki að greiða skólagjöld (15.000 €). Umsóknarfrestur er til 1. maí 2009.
Lifelong Learning hefur á síðustu árum orðið æ mikilvægara hugtak í margvíslegri stefnumótun víðsvegar um heim og tengist meðal annars markmiðum sem miða að jákvæðri félags- og efnahagsþróun í alþjóðavæddu, þekkingarþjóðfélagi nútímans. Námið samanstendur af sex námskeiðum og meistararitgerð. Helstu efnistök í náminu tengjast meðal annars hugtökum á borð við:
Menntun frá vöggu til grafar – lifelong learning from cradle to grave
Menntastefnur víðs vegar um heim
Tengsl efnahags og menntunar – learning in the knowledge society / economy
Borgaravitund – active citizenship & social inclusion
Stjórnun og stjórnsýsla
Alþjóðavæðing og þekkingarþjóðfélagið
Einstaklingsbundið nám
Learning vs. Education
Þekking og menntun innan stofnanna og fyrirtækja –work based & organizational learning
Frumkvæði og nýsköpun - creativity & innovation
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér námið frekar vinsamlegast hafið samband við Evu Harðardóttur í gegnum evah@dpu.dk eða evahardar@hotmail.com. Nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu MA LLL www.lifelonglearningmasters.org/
Monday, March 02, 2009
Sunday, March 01, 2009
Sumarföt
Þessa dagana er ég bæði sjúk í falleg föt og sumarið. Maður á það nefnilega til að vera sjúkur í eitthvað sem maður getur ekki fengið - ekki satt?
Subscribe to:
Posts (Atom)