European Master in Lifelong Learning: Policy and Management (MA LLL)
MA LLL er þverfaglegt, tveggja ára, úrvals-meistaranám fyrir nemendur með bakgrunn í félags- eða mannvísindum. Námið er hluti af Erasmus Mundus áætlun Evrópuráðsins og fer því fram í allt að þremur evrópskum háskólum: Danish School of Education - Kaupmannahöfn, Institute of Education – London og University of Deusto – Spánn.
Í ár er leitað sérstaklega eftir nemendum frá Evrópu til að sækja um í námið og þurfa hæfir nemendur sem komast inn ekki að greiða skólagjöld (15.000 €). Umsóknarfrestur er til 1. maí 2009.
Lifelong Learning hefur á síðustu árum orðið æ mikilvægara hugtak í margvíslegri stefnumótun víðsvegar um heim og tengist meðal annars markmiðum sem miða að jákvæðri félags- og efnahagsþróun í alþjóðavæddu, þekkingarþjóðfélagi nútímans. Námið samanstendur af sex námskeiðum og meistararitgerð. Helstu efnistök í náminu tengjast meðal annars hugtökum á borð við:
Menntun frá vöggu til grafar – lifelong learning from cradle to grave
Menntastefnur víðs vegar um heim
Tengsl efnahags og menntunar – learning in the knowledge society / economy
Borgaravitund – active citizenship & social inclusion
Stjórnun og stjórnsýsla
Alþjóðavæðing og þekkingarþjóðfélagið
Einstaklingsbundið nám
Learning vs. Education
Þekking og menntun innan stofnanna og fyrirtækja –work based & organizational learning
Frumkvæði og nýsköpun - creativity & innovation
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér námið frekar vinsamlegast hafið samband við Evu Harðardóttur í gegnum evah@dpu.dk eða evahardar@hotmail.com. Nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu MA LLL www.lifelonglearningmasters.org/
Monday, March 02, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hvað með menntavísindi? Er bakgrunnur í þeim valid? Og hvenær kemurðu heim? Nú er allt of langt síðan ég hef knúsað þig.
Menntavísindi eru náttúrlega the IDEAL background. Alveg mega!! Koddu koddu klára kona!!! Já ég veit ég kem heim svo brátt og brátt - 7. apríl og þá verður sko knúsast!!
Þetta er svo skemmtilegt Eva, frábært að sjá þig blómstra í þessu námi. Mér líst mjög vel á þetta - nýtt og verðugt nám/málefni sem á erindi við alla. Ég strýk bara á mér kúluna og hugsa til uppeldishlutverksins sem ég á í vændum, lítill snáði með ,,borgaravitund" :) ástir&yndi Védís
Post a Comment