Tuesday, November 10, 2009

Áfram gakk

Nú verður sett í fimmta gír.

Tvær ritgerðir framundan sem þurfa að vera klárar fyrir 30. nóvember. Önnur verður vonandi inngangur að MA ritgerð eða að minnsta kosti hluti af fræðilegum hluta þeirrar ritgerðar. Ég ætla að reyna að kafa aðeins ofan í þegnskaparmenntun og hæfnisþætti eða citizenship education og competences. Á ennþá eftir að reyna að nálgast það með einhverri spurningu eða problem formulation. Hinni ritgerðinni er ætlað að fjalla um hvernig hægt er að innleiða áætlun eða prógram um lífsleikni eða þegnskaparmenntun í landi þar sem menntakerfi er í þróun. Í augnablikinu er Svartfjallaland í deiglunni. Hlakka til!

6 comments:

Anonymous said...

Spennandi verkefni hjá þér!
knús frá Dk
Bjarney

Lalli og Eva said...

Takk Bjarney!

Koss og knús til ykkar.

Anonymous said...

Gangi þér ofboðslega vel með þetta allt saman, Eva mín. Svo fer heldur betur að bætast í molasafnið hjá okkur. Var einmitt að knúsa Berglindi um daginn í hádegisverði, hún ljómar öll :) Kissmiss Védís

Lalli og Eva said...

Takk elsku Védís mín og takk fyrir að fylgjast vel með mér!

Já það bætist sko heldur betur í og ég elska það! Þetta er alveg það sem lífið snýst um. Út um allt og alls staðar. Hafðu það gott krúsin mín og njóttu orlofsins á meðan það varir.

Ást.

Anonymous said...

Svartfjallaland hljómar eitthvað mjög spennandi en úfff ritgerðirnar hljóma stressandi þegar eina verkefni vikunnar hjá mér var að taka til í fataskápnum og ég er ekki ennþá búin að því, í staðinn ruslaði ég bara fullt til í honum í dag ;)

Hlakka til að knúsa ykkur vel og leng í des!

Guðrún

Lalli og Eva said...

Hahaha Guðrún fataskápar geta sko alveg verið heillar viku verkefni! :)

við eigum sko inni knús sem verður uppfyllt í desember.