Thursday, December 10, 2009

Responsible Citizen

Ég er að vinna að ritgerð. Hún fjallar um borgaravitund, menntun, lýðræði og fleira í þeim dúr. Ég er aðeins að tengja heim, skoða lífsleikni sem hugsanlegan vettvang fyrir kennslu til borgaravitund og svona. Var að glugga í skýrslu Eurydice um citizenship education í Evrópskum skólum frá árinu 2005. Niðurstöður þeirra um hugtakanotkun eru áhugaverðar.

Samkvæmt þessari skýrslu er ekki til nein skilgreining á hugtakinu "responsible citizen" sem gæti útlags sem ábyrgur borgari (borgaraleg ábyrgð) í íslenskum menntalögum eða námskrá. Íslenska hugtakið fyrir citizenship er borgaravitund en hvergi er minnst á borgaravitund í gildandi námskrá sem byggir á lögum síðan 1995.

Ég hef nú ekki tjáð mig alvarlega um "hrunið" eða hvað á að kalla það ferli sem hefur gengið yfir Ísland og fleiri lönd sl. ár. En finnst þetta skemmtilega kaldhæðið! Gleymdist kannski bara að kenna fólkinu í landinu um borgaralega ábyrgð?

Það fórst kannski bara fyrir að kenna blessaða fólkinu sem náði á mettíma að steypa heilli þjóð og rúmlega það í skuldafen, um samábyrgð og samfélagslega skyldur þeirra. Kannski gleymdist líka að minna foreldrana sem veðsettu börnin sín á að það væri ekki mjög ábyrgt og varla í anda siðferðis eða lýðræðis heldur. Hvað með allt hitt fólkið sem gekk ekki jafn langt en lokaði samt augunum og kaus að vera ekki ábyrgt.

og hvað með stöðuna í dag? Eiga borgarar Ísland að sýna einhverja ábyrgð, hvaða ábyrgð þá og hversu langt nær ábyrgðin okkar?

3 comments:

Ásta Mekkín said...

Viltu útskýra betur þetta með hvernig á/ætti að kenna að vera ábyrgur borgari? Eru þá bara skilgreind (og af þá hverjum? Menntamálaráðuneytinu?)e-r ákveðin siðferðileg og borgaraleg gildi sem síðan er reynt að temja fólki í menntakerfinu? Eða hvað? Tell me more!

Lalli og Eva said...

Hmmmm löng eða short version...

Það er mjög mjög misjafnt hvernig borgaravitundarkennsla fer fram - í íslensku menntakerfi er ekkisérstakt fag sem heitir "citizenship education" en það er í mörgum öðrum löndum.

Ég hef mínar hugmyndir um hvernig ætti að útfæra þetta hérna, betur en er gert.... en þá þurfum við að hittast yfir kaffi.

Sem er nú reyndar ekki slök hugmynd þó svo að myndum ekki endilega ræða þetta allan tíman.

Ásta Mekkín said...

Ógisslega velkomin í kaffi ef þú hefur e-n tíma í stoppinu. Ég er nýflutt í Naustabryggju svo þú getur tekið pitstop eftir hellisheiðina á leiðinni á laugaveginn ;)