Horfði á Silfur Egils í dag í gegnum netið og þar kom fram að helsta markmið ráðamanna ætti nú að vera það að halda unga og menntaða fólkinu heima á Íslandi þar sem það stefndi allt í landflótta.
Best að tæpa á nokkrum tölum hérna.
Heildarskólagjöldin mín sem skiptast nú til allra lukku í nokkrar greiðslur telja 7500 Evrur sem mér reiknaðist til að yrðu um það bil 860.000 íslenskar krónur í maí þegar ég sótti um námið. Ég borgaði um það bil 1/4 af þessari upphæð nú í maí sem svaraði ca 200.000 krónum. Í janúar þarf ég að borga annan fjórðung af heildarupphæðinni sem er nú orðin 1.200.000 krónur og fjórðungur af þeirri upphæð er því 300.000 kr.
Leiguna borgum við ennþá í íslenskum krónum þar sem við höfum ekki fengið neitt greitt í dönskum krónum enn hérna. Lárus vinnur samt alla daga og mun meira en hann ætlaði sér í upphafi og ég er komin á fullt í að sækja um vinnur. Þetta vonandi breytist í þarnæsta mánuði þegar við höfum lagt nægilega mikið fyrir í dönskum til að eiga fyrir leigunni í dönskum krónum.
Þegar við gerðum leigusamning fannst okkur leigan heldur dýr eða um það bil 7000 dkk á mánuði fyrir utan rafmagn. Hins vegar er íbúðin á æðislegum stað og fullbúin fínum húsgögnum. Heimafólk hérna sagði að við værum að gera mjög góðan díl og fengjum hreinlega ekki ódýrari íbúð þó við myndum leita um gervalla Kaupmannahöfn. Leigan var 98.000
íslenskar í ágúst, 119.000 íslenskar í september og verður 161.000 á morgun þegar við göngum frá leigunni fyrir október.
Best að tæpa á nokkrum tölum hérna.
Heildarskólagjöldin mín sem skiptast nú til allra lukku í nokkrar greiðslur telja 7500 Evrur sem mér reiknaðist til að yrðu um það bil 860.000 íslenskar krónur í maí þegar ég sótti um námið. Ég borgaði um það bil 1/4 af þessari upphæð nú í maí sem svaraði ca 200.000 krónum. Í janúar þarf ég að borga annan fjórðung af heildarupphæðinni sem er nú orðin 1.200.000 krónur og fjórðungur af þeirri upphæð er því 300.000 kr.
Leiguna borgum við ennþá í íslenskum krónum þar sem við höfum ekki fengið neitt greitt í dönskum krónum enn hérna. Lárus vinnur samt alla daga og mun meira en hann ætlaði sér í upphafi og ég er komin á fullt í að sækja um vinnur. Þetta vonandi breytist í þarnæsta mánuði þegar við höfum lagt nægilega mikið fyrir í dönskum til að eiga fyrir leigunni í dönskum krónum.
Þegar við gerðum leigusamning fannst okkur leigan heldur dýr eða um það bil 7000 dkk á mánuði fyrir utan rafmagn. Hins vegar er íbúðin á æðislegum stað og fullbúin fínum húsgögnum. Heimafólk hérna sagði að við værum að gera mjög góðan díl og fengjum hreinlega ekki ódýrari íbúð þó við myndum leita um gervalla Kaupmannahöfn. Leigan var 98.000
íslenskar í ágúst, 119.000 íslenskar í september og verður 161.000 á morgun þegar við göngum frá leigunni fyrir október.
Já það er spurning hvort að unga, menntaða fólkið sjái sér fært að koma heim. Okkur þykir að minnsta kosti grasið grænna hérna megin í bili. Sjáum fyrir okkur að vinna hér í vetur, næsta sumar og veturinn þar á eftir og koma sem allra allra minnst heim. Það væri hreinlega eins og að henda peningunum út um gluggann. Nú er bara að safna dönskum peningum og reyna jafnvel að borga upp þær skuldir sem hafa hrannast upp heima fyrir og hækka með hverjum deginum.
Hressleiki :)
6 comments:
úffff já ástandið er ekki gott :S krossum putta um að það lagist sem allra fyrst.... en einhver talar um að fyrst verðum við að ná botninum.... hvar er þessi blessaði botn????
En hvernig standa málin í bréfaskriftum??? hefuru fengið einhver svör???
Knús frá kreppulandi
Það eru margir í svipaðri stöðu og þið, sem er ekki eftirsóknarvert. Vinkona mín í Noregi borgar tvisvar sinnum hærri leigu en þeir sem búa með henni þegar litið er á gengið, hún er einmitt að leita sér að vinnu úti því námslánin duga engan veginn.
Annars,ef ég á að vera jákvæð, þá var ég að koma heim í gær með afgangsmat eftir helgarferðina og pokinn slitnaði undan þunganum, og ég hugsaði með mér að meðan maður ætti svo mikinn mat að pokinn bæri hann ekki væri varla hægt að tala um kreppu... Og meðan það er vinnu að fá hefur maður það nokkuð gott.
Sammála Eyrún þetta er gott viðmið :)
Hei!
Ég kíkti á bloggið þitt til að lesa eitthvað ekki kreppulegt.
Nei....en eitt kreppubloggið..
Annars erum við í sama sækja um vinnu pakka og þið, og maður er sko ekki að fara að kaupa sér miða heim núna. Það verður því langt þangað til að maður sér Ísland.....
kv.Jónas
Heheh Sorrý Jónas að bregðast þér svona illilega!! Hér eftir verður bloggað um gleði, glaum ástir og yndi!!
Hætt að væla...
Yfir og út!!
Sæl Eva mín, hef nú alveg hunsað þessa bloggsíðu hélt að þú værir aðeins á hinu blogginu hehe en núna mun ég bæta þessari bloggsíðu á netrúntinn hjá mér.
Mig langar að byrja á að segja að ég votta þér mína dýfstu samúð vegna fráfalls afa þíns!
Las líka skriftir þínar hér fyrir neðan um Heru Sif og þínar hugleiðingar, rosalega fallegar skriftir hjá þér og ég vona svo innilega að þú eigir eftir að fá svör við bréfi þínu sem þú sendir lækninum.
Þessi kreppa er ekki skemmtileg og kemur illa að mörgum en þetta á eftir að lagast bara spurning hversu langt verður þangað til. það verður eflaust munur fyrir ykkur þegar þið eruð kominn alveg inní danska kerfið þá launalega séð.
Frétti að þú kæmir heim um helgina og óska ég þér góðra ferðar og gangi þér rosalega vel, hugsa til þín sæta mín.
kv. Hafný
Post a Comment