Er upp fyrir haus í ritgerðum...
Alltof stórt field - vildi að ég væri að fjalla um eitthvað mun þrengra og einfaldara en borgaravitund og borgaravitundar-kennslu. Ég get ekki einu sinni útskýrt þetta fyrir einhverjum á íslensku, hvað þá á ensku. Og hvaða afstöðu skal taka? Vil ég einbeita mér að moral education, eða multicultural education eða civic education eða skiptir þetta kannski allt máli?
Það er hafsjór af upplýsingum, þekkingu og efni á netinu. Hvar á að byrja, hvaða kenningu á að nota, hvernig vel ég, af hverju vel ég það sem ég vel, hver er rökin á bak við það. Mundu bara Eva að þú verður að staðsetja þig! What? Staðsetja mig, ertu að grínast ég les svona 30 mismunandi kenningar og get verið sammála þeim öllum eða ósammála þeim öllum.
Kannski bara spurning um að losa sig við valkvíðan og ákvarðanafælnina. Ákveða að vera í liði með einhverju fólki, ég skipti þá bara ef ég fíla mig ekki... er það ekki alveg í lagi annars?
3 comments:
Ég upplifði þetta sama þegar ég fór að byggja upp kenningarlega bakgrunninn á ritgerðinni minni. Ég komst að því að það er mjög hollt og gott að ræða þetta fram og tilbaka og spá og spöglera.. þá sér maður ljósið einn daginn :)
Ritgerðin þín fór í mail áðan.. mjög spennandi - líka út frá heimspeki menntunar ef maður tekur þann pólinn á þetta.
Ohhh já og ef það er eitthvað mastersnám sem mig langar til að fara í - eftir þetta sem ég er í núna- þá er það heimspeki menntunar ;)
Takk enn og aftur.
Ég er einmitt þvílíkt spennt fyrir því.. það er að byrja ný lína á menntavísindasviði sem heitir einmitt Heimspeki og félagsfræði menntunar..
en það var ekkert..
Post a Comment