Sunday, November 29, 2009

Ég myndi vilja

breyta áherslum í lífsleikni þeirri sem nú er kennd við grunn- og framhaldsskóla Íslands í átt til þess að líkjast meira borgaravitundarkennslu (e. citizenship education). Þar sem lögð yrði áherslu á pólitískt læsi, mannréttindi sem sameiginleg gildi og gerendamátt einstaklinga og hópa í samfélaginu.

Ég held að það sé mikilvægara en að tryggja að nemendur í 9. bekk þekki flest öll umferðaskilti, eða að nemendur í 8. bekk geti gert heimilisbókhald, eða að nemendur í 10. bekk geti nýtt sér fjölmiðla við þekkingaröflun (áfangamarkmið í lífsleikni smkv. aðalnámskrá).

...allt saman góð og gild þekking en hefur að mínu mati frekar lítið með það að gera hvernig við undirbúum ungt fólk undir að taka þátt í alþjóðavæddu og margbreytilegu samfélagi, vera ábyrgir borgarar, tileinka sér góð gildi, bera virðingu fyrir öðru fólki og vera aðilar sem geta breytt samfélaginu okkar til hins betra. Við þurfum að innleiða sameiginleg gildi líkt og mannréttindi og horfa til þess að mennta unga fólkið til þess að verða ábyrgir borgarar í fjömenningarlegu og lýðræðislegu samfélagi.

1 comment:

Anonymous said...

Go Eva Go ! Ég vil sjá þig breyta lífsleikni-kennslunni áður en mín börn fara í skóla !
kv.Ása Telmuvinkona