er eitthvað sem ég hugsa um á hverjum degi núna. Vildi að þetta væri ekki jafn mikill frumskógur og raun ber vitni. Ef ég gæti bara fundið draumanámið, skólastyrkinn fyrir því og að þetta allt saman væri nú í óskalandinu mínu! Þá væri lífið aðeins minna flókið :)
Ætti kannski að leggja þetta til hliðar í smá stund, einbeita mér að MA verkefninu og halda dampi þar. Vona síðan bara að eitthvað birtist mér alveg óvænt, hálf detti upp í hendurnar á mér og sé akkúrat fyrir mig.
...já einmitt það má alltaf halda í vonina. Þetta virkar víst ekki alveg þannig, það þarf víst að leita og leita ennþá meira og senda óteljandi umsóknir og skrifa óteljandi "própósala" og fá endalaus meðmæli og svo framvegis! Svo er bara vonandi að vinnan skili sér á endanum.
Saturday, January 23, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Þetta er nú ofurlítið lúxusvandamál elskan mín!!!
knús mamma
Æ já það er alveg rétt mamma! Samt svona pínu ponsu svona taugatrekkjandi... Er hætt í bili - ætla að salta þetta - ekki nema að það komi eitthvað alveg MEGA spennandi upp. Held það sé líka fínt að bíða smástund og taka þetta upp aftur í vor þegar sólin fer að skína! Ást til þín!
Post a Comment