Saturday, February 13, 2010

Barcelona ráðstefna

Já þá er það komið á hreint, ég fer á ráðstefnu í vor sem ber yfirskriftina Lifelong learning and Active Citizenship. Ég fer semsagt á doktorsráðstefnu í 2 daga og verð með plakat þar sem ég kynni MA verkefnið mitt og fæ að vera með í öllum fyrirlestrum og umræðutímum þó svo að ég sé ekki doktorsnemi - súper flott það.

Síðan ætla ég að sækja almennu ráðstefnuna og hlusta á mörg spennandi erindi. Þar verða amk 3 aðilar sem ég þekki til frá Íslandi og Spáni með erindi og ég hlakka mikið til.

Nú er bara að vinna að ritgerðinni...

7 comments:

Anonymous said...

Þú ert bara flottust lúsin mín. mamma

Anonymous said...

Til lukku með þetta fallegust. Knús á ykkur. kv. Lía þín

Eva Harðardóttir said...

Takk sætu báðar tvær!

Anonymous said...

En gaman!! :)Er þetta sem þú varst að senda inn um daginn og ég las yfir? Hvenær er þetta?

Kv,
Guðrún

Ásta Mekkín said...

Djöfull ertu að standa þig, stelpa!

Unknown said...

Já já Guðrún þetta er það sem ég fékk þig til að lesa yfir um daginn. Ég fékk semsagt frá þeim að þeir væru voða sorrý að geta ekki boðið mér fulla "doktorsnema" stöðu á ráðstefnunni því það sóttu svo margir phd nemar um en þeir vildu ekki missa af mér og þess vegna buðu þeir mér að koma og vera með plakat og taka þátt í öllu sem phd nemarnir eru að gera. Ég var ótrúlega glöð með það, enda hélt ég að ég myndi ekki fá nema bara "nei því miður" bréf frá þeim.

Ég dett líka inn í hóp phd nema hérna í Deusto í kjölfarið af því að fá að vera með á ráðstefnunni sem er alveg súper fínt :) Ráðstefnan er 20-22 maí nk. Þá vonandi verð ég búin sem með mest í ritgerðinni!!!

Takk Ásta!!!!

Unknown said...

Æ æ æ þetta er Eva - logguð inn sem Lalli!! :)