Komin á sæmilegt skrið með fræðilegu skrifin mín í MA ritgerðina. Er að geyma hlutann þar sem ég skrifa um Ísland og set þetta allt í samhengi, einbeiti mér núna að því að skrifa um hugtök og "state of the art" í tengslum við borgaravitund, fjölmenningu, fjölbreytileika og menntun.
Eina er að það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að detta inn, ný bók, ný grein, nýr höfundur. Ég á svo bágt með að hætta að lesa. Ef ég gæti bara fundið mér vinnu við að lesa áhugavert efni þá væri ég í draumaveröld. Einhver að auglýsa?
Síðan er spurning að halda sér við efnið og missa ekki þráðinn... það er hins vegar erfiðara en það hljómar. Ég hlakka til að skila af mér og fá feedback frá leiðbeinandanum mínum. Eftir fyrsta feedback er alltaf auðveldara að staðsetja sig.
Annars spáir vori í næstu viku, upp undir 20 stiga hita og mikið hlakka ég til. Búin að bíða ansi lengi eftir því og mörgum sinnum halda að það sé alveg að koma. Nú vona ég að hitinn fari ekki mikið niður heldur mest megnis upp það sem eftir er af þessum mánuði og næsta.
Eina er að það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að detta inn, ný bók, ný grein, nýr höfundur. Ég á svo bágt með að hætta að lesa. Ef ég gæti bara fundið mér vinnu við að lesa áhugavert efni þá væri ég í draumaveröld. Einhver að auglýsa?
Síðan er spurning að halda sér við efnið og missa ekki þráðinn... það er hins vegar erfiðara en það hljómar. Ég hlakka til að skila af mér og fá feedback frá leiðbeinandanum mínum. Eftir fyrsta feedback er alltaf auðveldara að staðsetja sig.
Annars spáir vori í næstu viku, upp undir 20 stiga hita og mikið hlakka ég til. Búin að bíða ansi lengi eftir því og mörgum sinnum halda að það sé alveg að koma. Nú vona ég að hitinn fari ekki mikið niður heldur mest megnis upp það sem eftir er af þessum mánuði og næsta.
3 comments:
Jæja, hvernig leist kappanum á vinnuna?
Heyrðu það er keppan (eða er það hægt) semsagt hún. Fékk nokkuð gott feedback bara!! Alveg ótrúlega óvænt eiginlega. Hún sagði "it was a pleasure to read" sem ég tel bara nokkuð gott. En fékk líka góð komment, eins og varðandi hugtök og svona smá fléttuvinnu, að tengja betur saman og hafa betri reglu á hugtökum og rauða þræðinum... Allt mjög góð komment. Ég fór bara ótrúlega sátt frá henni. Er núna að leggja lokahönd á síðasta hluta fræðilega kaflans. Mikið verður gaman þegar þessi hluti er frá!! Langar að komast í að greina, stúdera og skrifa eitthvað aðeins meira djúsí!
Ég er einmitt akkúrat hinu megin, skemmti mér kongunglega við að lesa og skrifa en kem mér ekki í að greina og safna meiri gögnum....
Gott að heyra að "keppan" var ánægð :)
Ég er að fara í fríi í 10 daga og ég ætla að taka þig til fyrirmyndar og taka 500 orð á dag - góð orð, JTJ orð :)
Post a Comment