Tuesday, March 02, 2010

...

Það fór síðan þannig að ég skilaði ekki neinu til leiðbeinanda í dag heldur fékk 2 vikur í viðbót til að lesa og skrifa. Það er líka ágætt þar sem ég hefði ekki viljað skila því sem ég er komin með núna. Þarf aðeins meiri tíma til að vinna að hugtökunum mínum. Þar sem kennarinn sjálf stakk upp á þessu þá tók ég því fegins hendi.

Í dag hitti ég engu að síður hana ásamt tveimur nemendum sem hún vildi endilega koma mér í samband við. Strák frá Kúbu sem er í MA námi í intercultural education og stelpu frá Brasilíu sem var að byrja í doktorsnámi hérna í Deusto og er skrifa á svipaðri línu og ég. Gaman að hitta aðra nemendur þar sem ég orðin ein eftir af bekkjarfélögum mínum hérna í Bilbao.

Í framhaldi af þessum fundi fékk ég boð á ráðstefnu í San Sebastian í þarnæstu viku. Ráðstefnan er í rauninni fundur og sá sjötti í fundaröð um málefni sem snúa að mannréttindum og menntun. Fundurinn ber heitið "Multiculturality and Human Rights: Universality an Management of diversity" og margir spennandi fyrirlestrar í boðinu. Ég er að reyna að plata Lalla með mér - þá gætum við gert jafnvel tveggja daga ferð úr þessu og gist í því sem er án efa fallegasti bærinn á Vizcay flóanum.

No comments: