Fyrir þá sem aðhyllast almennan lúðaskap og fylgjast því vandlega með afdrifum íslenskrar stelpu við að skrifa MA ritgerð á Spáni:
Verkið gengur vel (vil ekki jinxa það og segja frábærlega) og það lítur bara hreinlega allt út fyrir að ég fari með USB lykilinn á prenstofu í næstu eða þarnæstu viku.
Það var mikill og góður skóli að fara á BCN ráðstefnuna. Ekki endilega af því að ég gerði svo mikið sjálf, heldur bara fínt að skoða verkefni annarra nemenda sem eru komnir skrefinu lengra en ég. Alltaf gott að hafa fyrirmyndir fyrir augunum. Fólk sem er raunverulega að vinna í doktorsverkefninu sínu og jafnvel á svipaðri línu og ég. Ég fór með ýmsar hugmyndir í farteskinu til BCN en kom vafalaust með miklu fleiri heim, sem er alltaf jákvætt.
Niðurstöðurnar mínar tóku til dæmis smá U-turn eða amk smá "slide" eftir að ég var búin að segja nokkrum frá þeim í orðum. Það er ótrúlegt líka hvað máttur málsins er mikill. Það er bara ekki það sama að skrifa um eitthvað og þurfa síðan að útskýra sama hlut í töluðu máli. En það er nú það sem menntun snýst um - ákveðið ferli og núna finnst mér ég komin að ákveðinni stoppistöð. Ég er sátt við það sem stendur í ritgerðinni. Það kemur ekki meira vitrænt frá mér í bili og ég held að miðað við efnistök og fyrirfram gefin ramma þá er þetta bara ágætt. Síðan má alltaf breyta og bæta umgjörðina og í framhaldi af því skoða aðrar niðurstöður, önnur mál og aðra vinkla.... ef þið skiljið??
Ég er líka búin að fá ótrúlega góða og mikla hjálp frá vinum og vandamönnum í gegnum ferlið. Endalaust þakklát fyrir það að sjálfsögðu. Síðan er bara að vona að þetta sé ekki endilega endastöð heldur jafnvel bara upphafið af einhverju ennþá meira spennandi.
Monday, June 14, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Mig vantar dugnaðinn þinn og orkuna....
Mér finnst ritgerðin mín einstaklega leiðinleg, samhengislaus og óspennandi. Áttu lyf við svoleiðis?
Snúllan þín!!!
Hún er það klárt mál ekki, vertu ofurdugleg ég hlakka nefnilega til að skrifa grein með þér í sumar!!! Lofa hvítvíni, huggulegheitum og góðri skemmtun með skrifunum - hvernig er það sem mótív??
Úff.. ég efast um að ég nái að vera komin það langt þegar þú kemur heim að skrifa grein.. ég held að ég þurfi að hafa mig alla við núna til að klára þennan andskota..
Hundrað ára afmæli Háskólans, þrítugsafmæli okkar og bara almennt gott ár.. er það ekki tilvalið ár til að skrifa grein?
I lіke іt when рeoρlе comе tоgether and share iԁеas.
Gгeat sitе, stiсk with іt!
Here is mу pаge payday loans
I tend not to сгeate many гemarks,
but I looked at a fеw of thе rеmаrkѕ hеre "f�nt ferli".
I do hаve 2 questionѕ for you if it's okay. Could it be simply me or do a few of the remarks come across like they are left by brain dead people? :-P And, if you are writing at other online sites, I'd like
to keep up with еverything fresh you have to pоst.
Would уou рost a list of the complete uгls
of all your shared sites like yоur linkedin profile, Facebοok pagе or twitter feeԁ?
Also νisіt my page payday
Hi there, Thегe's no doubt that your website could be having web browser compatibility issues. When I take a look at your web site in Safari, it looks fine but when opening in I.E., it has some overlapping issues. I merely wanted to provide you with a quick heads up! Besides that, wonderful site!
Feel free to surf to my weblog :: short term loans
Hello, all is goіng perfectly here and ofcoursе eνery one
is shаrіng informаtion, that's actually fine, keep up writing.
My blog :: payday loans
Very quіcklу thiѕ sіte will be
famоus аmid all bloggіng аnd site-building viewеrs, due to it's good articles
Feel free to surf to my blog :: Same Day Payday Loans
I haνе read ѕo mаny сontent
cοncerning thе blоgger lovers еxсept this poѕt іѕ truly a nicе aгticlе, κеep it up.
mу web blog :: New Bingo Sites
Post a Comment