Ég er í ruglinu!
Sef ekki á nóttunni, varla á daginn heldur (samt ívið meira). Finnst heimurinn á herðum mér (sem hann er alls ekki) og skæli yfir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum (er ekki óló).
Vika í skil. Síðasti fundurinn á morgun. Ég sendi niðurstöður og nýskrifaðan aðferðarfræðikafla í gærkvöldi. Vona að það verði síðasti fundurinn í alvöru. Ekki nema að Frú Prófessor detti í hug að setja heljarinnar helling út á niðurstöðurnar. Held nú að hinn kaflinn hafi skrifað sig betur í annað skiptið og ætti því að sleppa núna. Krossum putta og vonum það besta, tu tu!
Ef hlutirnar ganga vel eða bara bezt! Þá fer ég vonandi með ritgerðina í prentun á fimmtudaginn (helst miðvikudaginn) og get verið búin að skila henni fyrir næstu helgi. Þá koma líka gestir (og væntanlega rigning, meira um það á öðrum bloggum)
Vonandi get ég síðan farið að vinna stuttar greinar eða birtingarhæfara efni úr þessari 100 bls. bók þegar ég er búin að jafna mig á geðveikinni og fá orku úr fólkinu mínu heima, ferðalögum, Vestfjörðum, veislum, matnum, litlu börnunum og VATNINU!
Sunday, June 20, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment