Monday, February 22, 2010

Fyrsta dauðalína (deadline)

Þann 2. mars á ég að skila "literature review" eða fyrsta uppkasti að fræðilegri umfjöllun í MA ritgerðinni minni. Vandinn er að ég hef enn ekki getað gert upp hug minn hvernig nákvæmlega ég vil kortleggja fræðilega innganginn. Hvaða teoríur ég vil nota einna helst og í hvaða átt ég vil fara. Vissulega hef ég í huga nokkra lykilhöfunda og þeirra skrif en ég hef samt ekki nægilega mikla yfirsýn yfir efnið að mér finnst. En nú er víst komin tími til að hætta að lesa og byrja að skrifa að mati leiðbeinandans míns. Vamos vamos sagði hún við mig á síðasta fundi og þýddi það síðan yfir á ensku sem "lets go lets go".

Í örvæntingu minni hef ég því ákveðið að leita til kollega míns og fyrrum kennara, Eyrúnar Maríu. Hún hefur samþykkt að aðstoða mig að einhverju leyti og þó svo að ég hafi enn ekki nýtt mér góðvildina líður mér örlítið betur af því að vita af íslensku mælandi manneskju sem hefur þar að auki heilmikið vit og visku að geyma varðandi þessi efni sem ég rembist við að skrifa um, í netsambandi sem er tilbúin að aðstoða. Que suerte tengo!! Hversu heppin er ég!

No comments: