Thursday, December 10, 2009
Responsible Citizen
Sunday, November 29, 2009
Ég myndi vilja
Monday, November 23, 2009
Tuesday, November 10, 2009
Áfram gakk
Tuesday, November 03, 2009
manstu í þá gömlu góðu daga...
Mér finnst alltaf magnað hvernig hægt er að ala á nostalgíu og tilfinningum fólks þegar harðnar á dalinn og þrengir að. Ég er líka alltaf jafn hissa á því hvað fólk er illa í stakk búið að takast á við núið og virðist geta leitað endalaust í "eitthvað sem einu sinni var". Svona eins og þegar við rifjum upp hvernig þetta var í gamla daga þegar unga fólkið var kurteisara, þegar fólk heilsaðist úti á götu, þegar kennarar kenndu eitthvað af viti, þegar pólitíkusar sinntu starfi sínu af heiðarleika, þegar verkamenn unnu meira og kvörtuðu minna, þegar vatnið var tærara, loftið hreinna og sólin skein oftar.
Tuesday, October 27, 2009
MA ritgerðin
Thursday, October 22, 2009
Innlegg í menntaumræðu á Íslandi
Ég er sammála mörgu því sem fram kemur í grein Eiríks og fagna opinberri og almennri umræðu um menntamál á Íslandi.
Greinin fjallar hins vegar að mínu mati hvorki um gæði eða getu nemenda né um gæði eða getu kennara, eins og mörg ummæli hér virðast gera að umfjöllunarefni. Hér er mun frekar verið að fjalla um tilgang, breytingar og eiginlegt hlutverk háskóla. Í greininni er því velt upp hvort að viðskipta- og markaðsvæðing 21. aldarinnar í bland við auknar samkeppniskröfur hafi í raun og veru bætt gæði náms (ekki kennara eða nemenda).
Með viðskiptavæðingu háskólanna hefur ekki einungis verið ýtt undir samkeppni milli háskóla heldur hefur hlutverk þeirra og tilgangur breyst. Nemendur eru nú skilgreindir sem viðskiptavinir og menntun sem fullunnin afurð. Krafa um “efficiency” frekar en “effectiveness” hefur leitt til þess að einhverjir háskólar hafa neyðst til að leggja meiri áherslu á magn umfram gæði.
Það er mikilvægt að benda á hér í þessu samhengi að alþjóðavæðing og áhrif hennar (nýfrjálshyggja og markaðs- og viðskiptavæðing opinberra geira) er ekki eingöngu eitthvað fyrirbæri sem er þröngvað upp á lönd, ríki eða stofnanir heldur er alþjóðavæðing og áhrif hennar sköpuð og endursköpuð innan landa, ríkja og stofnanna með ýmis konar ákvarðanatöku og stefnumótun.
Réttilega er bent á að háskólar séu ein af mikilvægustu stofnunum hvers samfélags og ættu því ekki að láta stjórnast af samkeppni, nútímavaldvæðingu og græðgishugsjónum. Háskólum ber að hafa lýðræðislegt og borgaralegt gildi og undirbúa nemendur undir líf og starf í þjóðfélagi sem tekur sífelldum breytingum.
Á Íslandi er gott menntakerfi - en alltaf er þó hægt að gera betur. Það er mikilvægt að hafa í huga að menntun er lifandi afl sem mótast og þróast í takt við menningu og fólk. Menntakerfi og þeir sem það móta þurfa því ávallt að stunda góða ígrundun og huga stöðugt að raunverulegu og siðferðislegu hlutverki menntunar fyrir borgarana (ekki viðskiptavini).
Háskólamenntun á Íslandi snertir því allt samfélagið eins og Eiríkur bendir réttilega á. Háskólar eiga að veita öllum borgurum aðgang að fjölbreyttri menntun - huga að gæðum frekar en magni og láta ekki stjórnast af viðskiptahugmyndum sem byggja á nýfrjálshyggju og gróðasjónarmiðum. Það eru borgaraleg réttindi alls fólks að sækja sér háskólamenntun þar sem fram fer lýðræðisleg samfélagsleg og pólitísk umræða.
Tuesday, July 14, 2009
Samantekt - Summary
Introduction
In the chapter “Informational Politics and the Crisis of Democracy” in the book The Power of Identity, Manuel Castells sheds a light on the transformation of politics and democratic processes in the network and information society, using America, Europe and Bolivia as a focus of analysis. He talks about how all political parties, actors and institutions today are forced to play the same game, using new information technology and the media space in order to win or exercise power. This transformation he calls informational politics. Informational politics can be described by the dominant role of the media framing and constructing politics. Electronic media, including television, radio, newspapers and the internet, are becoming the main and privileged space of politics (Volkner, 1999, 2003). That is, all political parties, right, left or center, must mediate and process their messages through the same technological sphere. Without the use of technological media there is no change of winning over or exercising power.
There are two simplifications Castells finds important to avoid when talking about media and politics. Firstly he states that even though media is a very powerful tool and plays an important role in politics it does not impose political choice on public opinion. The main reason he says is because of medias diversity and complex relations it has to different political and ideological groups and people. Secondly he states that public opinion is not passive recipient of messages nor easily manipulated as is often thought to be the case. Castells says that this myth can not hold true because of the two way process of interaction between the media and their audience. Medias interaction with the political process in every country is undetermined and depends highly on the context as well as specific social, cultural and political interactions.
Castells nevertheless argues that political communication and information are essentially captured and structured within the space of the media. Outside the media he believes there is only political marginality. This framing of politics he says, impacts political elections, organizations, decision-making and governance which results ultimately in changing the nature of the relationship between state and society. Castells uses examples of political process from countries such as USA, UK, Russia, Spain, Italy, Japan and Bolivia in order to demonstrate his analysis. He tries to link the processes of social, institutional and technological transformations at the root of the crisis of democracy in the network society.
Media as the space of politics in the information Age
People receive their information and form their political opinion through the media. The television is the most used and most credible source of news and information. As long as the media is relatively autonomous from the political power, political actors have to abide by the rules of the media, that is the media frames and constructs politics in order to mobilize a majority of votes from citizens. Governance in most countries depends on elections and re-elections and therefore have to take into account and relay on publics opinion and assessment on government decisions, visible for example by opinion polls or focus groups.
Political actors then contribute to and close the field of media politics by making it the battleground for politics where political forces, personalities and pressure groups try to undermine each other with information leaks and counter-leaks. Nevertheless as is evident in many countries, grassroots groups are still strong and vital and candidates must still go among people and be seen in the real world, not only in the media. Yet the person-to-person politics' main target is to stage and underline the political persona and the political message that is ultimately being portrayed in the media.
Who are the media?
The media today are to a large extent business groups that are globally interconnected but at the same time highly diversified and serve different markets and ideologies. Government owned television and radio have moved closer to behavior of private media groups and relay just as much on audience rating. In order to retain audience rating media must be both appealing and credible. Media today must be close enough to politics and government to access information, benefit from regulations and in some countries receive subsidies. But they must also be distant enough to keep their credibility and be able to be the intermediaries between citizens and the parties in the production and consumption of flows and images that root peoples political opinion and decision-making.
Castells emphasizes that despite the fact that media constructs and frames politics it does not dictate what people decide or opt for in politics. International examples of presidents and political actors being elected without support from the media or not being elected despite full media support and good performance, according to Castells proves that neither television nor other media determines political outcomes by themselves. Media politics is not all politics but nevertheless all politics must go through the media in order to affect decision-making. “Politics is fundamentally framed, in its substance, organization, process, and leadership, by the inherent logic of the media system, particularly by the new electronic media” (p. 375).
The American model
Transformation of American politics during the last decades resulted from three interconnected processes 1) the decline of political parties and of their role in selecting candidates, 2) the emergence of a complex media system, anchored in television but with an increased diversity of flexible media, 3) the development of political marketing with constant opinion polling, feedback systems between polling and politicking, media spinning, direct mailing and phone banks, real time adjustments of candidates and issues to the format most likely to win.
A turning point in the relationship between American media, polls and politics was in John Kennedy's campaign in 1960 where his victory was largely credited to his televised debate with Nixon, where he dominated. The radio audience of the same debate nevertheless selected Nixon as the winner. The central political role television has taken has induced two major features; Firstly political spending on television has increased immensely and secondly political spinning by advisers to political candidates has become an essential factor in political campaigning. Victory over particular event is what matters, not explanations or clarifications.
Technology has transformed the political role of the media especially by linking up the media system in real time with political marketing (D. West, 1993). Where communication strategists in high political offices monitor the pulse of the nation, change messages and schedules in short time depending on the main sources of information such as the television news and newspapers. Within this line of change pollsters and image makers became decisive political actors that were able to make or brake presidents, senators, congressmen and other political candidates by mixing together information, technology, mediology and political savvy.
As the media diversified and decentralized their scope in the 1990's their grasp on political attitude and behavior became more comprehensive (Garber, 1996M Hacker, 1996). Narrowcasting of messages to certain areas of social groups through local stations is according to Castells fragmenting national politics but at the same time embracing a greater share of political expression in the universe of electronic media. Additionally the internet has become a vehicle for campaign propaganda and controlled debate, linking up with supporters. By incorporating politics in their electronic space, the media frames process, message and outcomes, regardless of their initial purpose or the effectiveness of specific messages.
In order to understand this framing of politics by the media it is necessary to refer to the principals that govern news media. That is, the competition for audience rating, competing with entertainment and the necessary distance and detachment from politics in order to keep and induce credibility. This reflects in news that only cover events not the underlaying conditions, the person not the group and the conflicts not the consensus. Therefore news require and are increasingly based on drama, conflict and greed, winners and losers where the focus is less on what politicians have to say and more on strategic games and “horse race politics”. Media statements about politics become a political event by themselves.
When the media frame politics they are personalizing events. Politicians not political matters become the main actors of the drama. Personal motivation and personal images is what remains in most peoples minds, where the messenger becomes the message. Thus, because only bad news are news, the framing of political news is aimed at destroying the opponent's proposals and indeed experiments show that negative messages are more likely to influence political opinion than positive message. Thus this kind of strategy and construction of politics via the media has become a fundamental part of political life.
This leads to politics becoming over simplified where few, selected issues are brought to the surface where the public can choice to be either with or against. Pro life or pro choice, gay rights or gay bashing and so forth. Coded messages and images, a competition and a race between heroes and villains is such as the American politics are framed by the media according to Castells. He then wonders if this process is to be the forebear of a broader and transnational political trend, characterized by the information age?
European politics – are they being “Americanized”?
The answer to this question is both no and yes according to Castells. He thinks no because European political system still has strong cultural, historical and societal ties and relies much more on various and different political parties. Castells pinpoints that culture matters a lot when it comes to cultural norms and ethics and personal matters of political candidates. Europe also has a long history of government controlled media so that political access to television has always been limited and paid advertising have been and are still forbidden or restricted in most European countries.
Despite this fact the media in Europe has the same important role as the media in America in deciding the outcome and framing of politics. What characterizes informational politics in Europe just as in America is simplification of messages, polling as a political tool, leaking of damaging information as a political weapon, image-making, spin control and so forth. In short, same rules apply when playing the political game in both Europe and America in spite of cultural and historical differences.
To name few examples of how media and politics work in European countries:
UK
Paid TV advertisements illegal, parties are given free broadcast time.
Political reporting more important for audience than formal political advertising or formal political discussions.
Commentaries on politics more important than the real subject of the debate.
A strong focus on image and slick professional advertisements rather than on policy.
Personalization that leads to character assassination as political strategy.
Russia
American style TV campaigns from around 1993.
In 1996 Yeltsin combined old and new strategies of media use, focusing on television. His campaign was carefully designed by a political consulting company where the slogan words were “I believe, I love, I hope”.
Informational politics in Russia even before it became an information society.
In exchange for paying their share in Yeltsin's expensive campaign, Russian oligarchs received a controlling share in Russia's most valuable assets being privatized by the Russian state.
Spain
Felipe Gonzalez led the Socialists to a victory in 1986, got re-elected twice and won a national referendum to join NATO in difficult times. The overwhelming political dominations Socialists had in the 1980's, according to Castells, was based on three factors. 1) Personalization of the charismatic Felipe Gonzalez. 2) Media use, especially television and the use of focus groups, constant polling and targeting of issues in time and space. 3) Continuous use of these strategies.
Nevertheless it was the losing of battle in the media that first eroded the Socialists in 1993 and later brought a center-right government into power in 1996.
In most other European democracies similar processes can be found within politics, in France there was a debate about “télécratie” while others embraced the virtual democracy and the sudden rice of Berlusconi in Italy can be linked to the new political role of the mass media. While, institutions, culture, and history make European politics highly specific, technology, globalization and the network society incite political actors and institutions to engage in technology-driven, informational politics (p. 386).
Saturday, June 13, 2009
minningarbrot II
Síminn hringir... ég svara. Það er Hera – hún er heima hjá afa og ömmu.
Það er rosalegur geitungur í bílskúrnum hjá afa og ömmu og þú verður að koma segir hún á innsoginu. Geitungur? spyr ég efins en vil samt alls ekki missa af þessum merkisviðburði og segi því varla bless heldur skelli bara á.Klæði mig í kínaskóna og rýk út. Hleyp af stað, í áttina að Hólaróló, hleyp eins hratt og kínaskórnir komast. Venjulega eru hólarnir fjórir, ég get svarið að þeir eru tíu núna og miklu stærri en venjulega. Ég hægi á mér eitt andartak, það eru krakkar á róló og dekkjarólurnar eru lausar...
Nei ég ætla ekki að missa af þessu... Hera hljómaði mjög æst í símann. Held áfram að hlaupa. Kem í Kambahraunið, móð og másandi, af hverju eiga amma og afi ekki heima í fyrsta húsinu? Í staðin eiga þau heima í næstsíðasta húsinu í bottlanganum svo hlaupið er í raun bara hálfnað þegar ég kem í Kambahraunið.
Þau standa öll fyrir utan bílskúrinn þegar ég kem. Amma, afi og Hera. Afi ætlar að reyna að veiða hann í glas segir Hera æst. Í glas? Spyr ég efins og andstutt eftir hlaupið. Já það er miklu betra, segir Hera, ef maður reynir að drepa hann og mistekst þá verður hann alveg brjálaður og ræðst á mann!
Drepa geitunginn?
Nú er ég farin að halda að Hera sé að stríða mér. Af hverju myndi afi vilja drepa geitarunga. Hvar er hann annars, ég sé ekkert inni í bílskúr segi ég og klessi nefið að rúðunni.
Geitar-unga, étur Hera upp eftir mér, þetta er ekki geitarungi, þetta er geitungur Eva. Svo leggst hún í grasið og öskrar af hlátri. Ég horfi skilningssljó á ömmu... Amma hlær og segir: Nei skottan mín þetta er ekki kiðlingur þetta er randafluga.
Ég labba af stað aftur á róló, á meðan Hera er komin með illt í magann af hlátri. Ég vona að dekkjarrólurnar séu ennþá lausar.
Saturday, May 23, 2009
Eitt blogg á mánuði
Thursday, April 16, 2009
Breskur hreimur
Auðvitað er þessi tenging alveg út í hött og ég hef vissulega kynnst bæði mönnum og konum með hvínandi breskan hreim sem kunna enga sérstaka mannasiði og eru ekkert sérlega vel upp alin. Það er samt sem áður eitthvað við breska hreiminn sem blekkir og beygir huga minn á þennan hátt í hvert skipti sem ég heyri einhvern nota hann. Það er auðvitað þeim sem talar verulega í hag að ég skuli hugsa svona því um leið og til dæmis fyrirlesarinn í morgun opnaði á sér munninn var ég farin að dáðst að háttvísu og frábæru uppeldi hans. Ég sá strax fyrir mér hversu frábærlega kurteis og prúður hann væri í tilsvörum og hvernig hann kynni sig við allar aðstæður.... Já einmitt ég komst alveg á flug og innihald fyrirlestrarins hefði nánast ekki skipt máli, mér hefði fundist það áhugavert. Já svona er hugurinn skemmtilega skrýtinn. En ég veit af þessari brenglun hjá mér og hef þar af leiðandi örlítinn vara á þegar ég byrja að dáðst að fólki sem talar með breskum hreim.
Monday, March 02, 2009
MA LLL
MA LLL er þverfaglegt, tveggja ára, úrvals-meistaranám fyrir nemendur með bakgrunn í félags- eða mannvísindum. Námið er hluti af Erasmus Mundus áætlun Evrópuráðsins og fer því fram í allt að þremur evrópskum háskólum: Danish School of Education - Kaupmannahöfn, Institute of Education – London og University of Deusto – Spánn.
Í ár er leitað sérstaklega eftir nemendum frá Evrópu til að sækja um í námið og þurfa hæfir nemendur sem komast inn ekki að greiða skólagjöld (15.000 €). Umsóknarfrestur er til 1. maí 2009.
Lifelong Learning hefur á síðustu árum orðið æ mikilvægara hugtak í margvíslegri stefnumótun víðsvegar um heim og tengist meðal annars markmiðum sem miða að jákvæðri félags- og efnahagsþróun í alþjóðavæddu, þekkingarþjóðfélagi nútímans. Námið samanstendur af sex námskeiðum og meistararitgerð. Helstu efnistök í náminu tengjast meðal annars hugtökum á borð við:
Menntun frá vöggu til grafar – lifelong learning from cradle to grave
Menntastefnur víðs vegar um heim
Tengsl efnahags og menntunar – learning in the knowledge society / economy
Borgaravitund – active citizenship & social inclusion
Stjórnun og stjórnsýsla
Alþjóðavæðing og þekkingarþjóðfélagið
Einstaklingsbundið nám
Learning vs. Education
Þekking og menntun innan stofnanna og fyrirtækja –work based & organizational learning
Frumkvæði og nýsköpun - creativity & innovation
Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér námið frekar vinsamlegast hafið samband við Evu Harðardóttur í gegnum evah@dpu.dk eða evahardar@hotmail.com. Nánari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu MA LLL www.lifelonglearningmasters.org/
Sunday, March 01, 2009
Sumarföt
Tuesday, January 27, 2009
smá pælingar...
Er alvarlega að íhuga að taka fyrir stöðuna á Íslandi núna. Ekki það að ég geti talað um efnahagslegt ástand þjóðarinnar af einhverju viti heldur langar mig að beina kastljósinu að borgaralegri og samfélagslegri vitund fólks. Þeim síbreytileika sem við búum við í samfélögum nútímans og hversu mikilvægt það er að þroska, kenna og stuðla að borgaravitund ungs fólks. Sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem nú er komin upp í samfélagi Íslands. Ég efa það að nokkurn tíman áður hafi mikilvægi umræðunnar um borgaraleg gildi, samfélagslega ábyrgð eða lýðræði átt betur við.
Ritgerðin sem ég skrifaði mitt í öllu "ástandinu" og skilaði inn rétt fyrir jólin, fjallar um Citizenship Education og mikilvægi hennar. Í ritgerðinni varpa ég ljósi á hugtakið borgari eða citizen og tengingu þess við menntun og menntastofnanir. Ég fjalla um Lifelong Learning menntastefnuna og hvernig sú stefna byggir á leiðarljósum á borð við virkri þátttöku borgara eða active citizenship, félagslegri samheldni eða social inclusion og ánægju einstaklinga eða personal fulfillment. Nýtilkomið bættust síðan við Lifelong Learning stefnuna svokallaðir key competences eða sú hæfni sem er talin mikilvæg fyrir fólk að búa yfir í nútíma- þekkingarsamfélögum og sem er talið mikilvægt að menntastofnanir stuðli að og einstaklingar búi yfir þegar þeir hafa lokið grunnmenntun sinni.
Ein lykilhæfni samkvæmt LLL (Lifelong Learning) er einmitt social and civic competence eða samfélagsleg- og borgaraleg hæfni. Slík hæfni felur meðal annars í sér þekkja og skilja helstu undirstöður lýðræðis. Til dæmis að þekkja lýðræðislegar stofnanir innan samfélaga, hlutverk þeirra og tilgang. Þessi hæfni felur einnig í sér að geta tekið á ágreiningsmálum á hlutlausan og áhrifaríkan hátt, að geta sett fram skoðanir sínar á áhrifaríkan og rökstuddan máta, að geta starfað og lifað innan um mismunandi fólk í mismunandi aðstæðum og að geta tekið markvisst þátt í samfélagi sínu og stuðla sífellt að réttlátara og lýðræðislegra samfélagi.
Við getum flest verið sammála um að menntun í vestrænum þjóðfélögum byggir í grunninn á lýðræðislegum og afskaplega sjarmerandi gildum og hugmyndum. Helstu markmið grunnskólans á Íslandi er til dæmis samkvæmt lögum að stuðla að persónulegum þroska einstaklinga með það að leiðarljósi að þeir verði fullgildir og þátttakandi þegnar í síbreytilegu nútímasamfélagi. En getur verið að við höfum tekið þessi gildi sem jú eiga að leggja grunn að menntun einstaklinga í lýðræðislegu samfélagi fyrir gefin. Getur verið að við höfum með árunum fjarlægst þessi gildi, þrátt fyrir að þau eigi að marka upphaf og endi menntunar. Getur verið að við höfum verið sofandi á verðinum yfir mikilvægi þess að vera gagnrýnin á hugmyndir annarra, okkar eigin hugmyndir, lýðræðislegar stofnanir í samfélaginu og samfélagið sjálft?
Getur verið að við þurfum jafnvel að hugsa upp á nýtt hvers virði lýðræðið er fyrir okkur, hvað það þýðir að vera borgari í lýðræðislegu samfélagi og hvers konar siðferði við tengjum við samfélagslega ábyrgð, réttindi og skyldur. Er nóg að líta blákalt á lagarammann eða þurfum við líka að spurja okkur hvar var skyldunni og ábyrgðinni kastað og hvar voru réttindin misnotuð eða ofnotuð.
Ef við státum okkur af löngu og stöðugu lýðræði, ef við viljum getað sagt með sanni að við búum í lýðræðisríki þá þurfum við líka að beina sjónum okkar að því unga fólki sem kemur til með að taka við landinu og sjá til þess að þeir einstaklingar sem síðar verða vel efnaðir viðskiptamenn og konur, ráðherrar eða forstjórar lýðræðislegra stofnanna og koma til með að móta framtíð Íslands, verði fólk sem hafi það á hreinu hvers virði það er að vera borgari í lýðræðislegu samfélagi. Verði fólk sem komi til með að bera virðingu fyrir bæði réttindunum sínum og skyldum. Fólk sem taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé gagnrýnið á ríkjandi gildi, viðmið og stofnanir. Fólk sem sé óhrætt við að segja skoðanir sínar og fólk sem vill meta og endurmeta samfélag sitt og stofnanir innan þess í samræmi við lýðræðislegar hugsjónir.
...og vegna þess alls er Citizenship Education svo mikilvæg og það er nú það sem restin af ritgerðinni er um, auk þess sem ég fer inn á niðurstöður rannsóknar sem IEA eða International Association for the Evaluation of Educational Achievement gerði á árunum 1999 til 2002. Þar voru ungmenni á aldrinum 14 til 18 ára frá 28 löndum víðsvegar úr heiminum þátttakendur í könnun um lýðræðisleg gildi, viðhorf og skoðanir. Afstaða þeirra til borgaralegrar þátttöku, ábyrgðar og réttinda var könnuð og margt fleira mjög áhugavert. Í lok ritgerðarinnar fjalla ég síðan um hvers konar leiðarljós við gætum hugsanlega fylgt þegar við hugum að árangursríkri og góðri Citizenship Education (þið afsakið enskuna en íslenskan nær ekki alveg nógu vel utan um orðið finnst mér). Síðan ber ég það saman við nokkrar niðurstöður úr IEA könnunni og fjalla um bilið á milli fræðanna og raunveruleikans.
Það er líka einstaklega gaman að segja frá því að næsta haust er í deiglunni að fara af stað með svipaða rannsókn á Íslandi, borgaravitundarrannsókn í tengslum við afstöðu, hugmyndir og skoðanir ungs fólks. Ef allt gengur vel þá get ég vonandi tekið þátt þar ásamt því að tengja niðurstöður við Mastersritgerðina mína sem ég kem til með að skrifa á sama tíma.
Lifið Heil.