Friday, June 25, 2010

ACKNOWLEDGEMENTS

This thesis is a final assignment within the European Masters of Lifelong Learning: Policy and Management, a joint program between the University of Deusto, Bilbao the Danish School of Education, Aarhus University and the Institute of Education, London. It is written within the Faculty of Philosophy and Education Science at the University of Deusto.

Writing this MA thesis has been a challenging and a rewarding journey. My advisor, Professor Concepcion Maiztegui Oñate has provided me with constructive, helpful and caring guidance throughout the whole process which I am very grateful for. I’m also much obliged to Professor Sigrún Aðalbjarnardóttir for her unfailing support and encouragement in my search for academic experience and development. I would like to thank my friends and colleagues for their sound advice and unselfish support. Eyrún María Rúnarsdóttir, Bjarney Sif Ægisdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Sveinn Aðalsteinsson and Margrét Aðalheiður Markúsdóttir all gave generously of their time to this project. Appreciation is extended to my class-mates and colleagues within the MA program. The intercultural, dynamic and democratic discussions we have shared during the last two years have undoubtedly influenced and broadened my horizon.

I am very grateful to my parents, Valdís Steingrímsdóttir and Hafsteinn Bjarnason, which seem to have endless amount of unconditional love and support to give. They are undoubtedly my ‘number one fans’ and without their support this MA degree would not have been finalized. My two older sisters have also inspired me to follow my dreams and work hard. Finally, I could not have taken this journey and developed both academically and personally if it was not for my best friend and partner, Lárus Jónsson, who makes me feel whole.

Sunday, June 20, 2010

Manía

Ég er í ruglinu!

Sef ekki á nóttunni, varla á daginn heldur (samt ívið meira). Finnst heimurinn á herðum mér (sem hann er alls ekki) og skæli yfir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum (er ekki óló).

Vika í skil. Síðasti fundurinn á morgun. Ég sendi niðurstöður og nýskrifaðan aðferðarfræðikafla í gærkvöldi. Vona að það verði síðasti fundurinn í alvöru. Ekki nema að Frú Prófessor detti í hug að setja heljarinnar helling út á niðurstöðurnar. Held nú að hinn kaflinn hafi skrifað sig betur í annað skiptið og ætti því að sleppa núna. Krossum putta og vonum það besta, tu tu!

Ef hlutirnar ganga vel eða bara bezt! Þá fer ég vonandi með ritgerðina í prentun á fimmtudaginn (helst miðvikudaginn) og get verið búin að skila henni fyrir næstu helgi. Þá koma líka gestir (og væntanlega rigning, meira um það á öðrum bloggum)

Vonandi get ég síðan farið að vinna stuttar greinar eða birtingarhæfara efni úr þessari 100 bls. bók þegar ég er búin að jafna mig á geðveikinni og fá orku úr fólkinu mínu heima, ferðalögum, Vestfjörðum, veislum, matnum, litlu börnunum og VATNINU!

Monday, June 14, 2010

fínt ferli

Fyrir þá sem aðhyllast almennan lúðaskap og fylgjast því vandlega með afdrifum íslenskrar stelpu við að skrifa MA ritgerð á Spáni:

Verkið gengur vel (vil ekki jinxa það og segja frábærlega) og það lítur bara hreinlega allt út fyrir að ég fari með USB lykilinn á prenstofu í næstu eða þarnæstu viku.

Það var mikill og góður skóli að fara á BCN ráðstefnuna. Ekki endilega af því að ég gerði svo mikið sjálf, heldur bara fínt að skoða verkefni annarra nemenda sem eru komnir skrefinu lengra en ég. Alltaf gott að hafa fyrirmyndir fyrir augunum. Fólk sem er raunverulega að vinna í doktorsverkefninu sínu og jafnvel á svipaðri línu og ég. Ég fór með ýmsar hugmyndir í farteskinu til BCN en kom vafalaust með miklu fleiri heim, sem er alltaf jákvætt.

Niðurstöðurnar mínar tóku til dæmis smá U-turn eða amk smá "slide" eftir að ég var búin að segja nokkrum frá þeim í orðum. Það er ótrúlegt líka hvað máttur málsins er mikill. Það er bara ekki það sama að skrifa um eitthvað og þurfa síðan að útskýra sama hlut í töluðu máli. En það er nú það sem menntun snýst um - ákveðið ferli og núna finnst mér ég komin að ákveðinni stoppistöð. Ég er sátt við það sem stendur í ritgerðinni. Það kemur ekki meira vitrænt frá mér í bili og ég held að miðað við efnistök og fyrirfram gefin ramma þá er þetta bara ágætt. Síðan má alltaf breyta og bæta umgjörðina og í framhaldi af því skoða aðrar niðurstöður, önnur mál og aðra vinkla.... ef þið skiljið??

Ég er líka búin að fá ótrúlega góða og mikla hjálp frá vinum og vandamönnum í gegnum ferlið. Endalaust þakklát fyrir það að sjálfsögðu. Síðan er bara að vona að þetta sé ekki endilega endastöð heldur jafnvel bara upphafið af einhverju ennþá meira spennandi.

Saturday, April 17, 2010

Mánuði síðar...

MA verkið gengur ágætlega, að mér finnst nokkuð hægt, að öðrum finnst nokkuð hratt. Niðurstaðan er sú að tíminn er afstæður.

Fræðilegi hlutinn er kominn á ís í smá stund, "case study" eða dæmið sjálft, sem mun vera Ísland, íslenskt menntakerfi og nýjungar í menntastefnum, er nú í mótun. Ásamt vangaveltum og algjörum upphafshugmyndum um greiningu og niðurstöður. Ég held samt að þessi ritgerð fái engar niðurstöður, eða þannig. Kannski meira svona: Já þetta var nú áhugavert, eða athyglisvert. Sjáum hvað setur.

Mín helsta lexía í gegnum þessi skrif verður hins vegar sú að geta látið heitt spænskt sumar sem vind um eyru (og augu) þjóta. Ég horfi á hitamælirinn og hlæ. Blár himinn, þvottur á snúru sem blaktir í sumarsólinni og börn að leik í stuttbuxum og hlýrabol kveikja ekki einu sinni lengur í mér. Harkalegt, finnst ykkur ekki?

Já það er misjafnur lærdómurinn sem maður dregur af lífinu. Til dæmis sá að eldgos eru óþægileg og raska löngu áætluðum áætlunum.

Annars er ráðstefnan ennþá á döfinni, ég verð með póster. Ég er spennt og kvíðin. Meira spennt samt held ég. Þyrfti helst að ákveða nafn á ritgerðina áður en ég fer. Það eru allir soldið hneykslaðir á mér hér í skólanum að vera ekki komin með nafn á verkið - eins og það sé ekki hægt að skrifa ritgerð án titils?

Ég hef alltaf verið léleg þegar kemur að nafngiftum. Öll ljóð eftir mig eru "án titils", allir fiskarnir mínir hétu gúbbí og ég átti bara eina dúkku sem fékk nfn, Hera Sif skýrði hana líka. Allir brúnir bangsar hétu til dæmis bara kúkalabbi - lá beinast við. Ef ég verð svo lukkuleg að eignast börn einhverntíman þá verður Lárus settur í það að skýra þau, það er nokkuð ljóst.

Thursday, March 11, 2010

á skriði

Komin á sæmilegt skrið með fræðilegu skrifin mín í MA ritgerðina. Er að geyma hlutann þar sem ég skrifa um Ísland og set þetta allt í samhengi, einbeiti mér núna að því að skrifa um hugtök og "state of the art" í tengslum við borgaravitund, fjölmenningu, fjölbreytileika og menntun.

Eina er að það er alltaf eitthvað nýtt og spennandi að detta inn, ný bók, ný grein, nýr höfundur. Ég á svo bágt með að hætta að lesa. Ef ég gæti bara fundið mér vinnu við að lesa áhugavert efni þá væri ég í draumaveröld. Einhver að auglýsa?

Síðan er spurning að halda sér við efnið og missa ekki þráðinn... það er hins vegar erfiðara en það hljómar. Ég hlakka til að skila af mér og fá feedback frá leiðbeinandanum mínum. Eftir fyrsta feedback er alltaf auðveldara að staðsetja sig.

Annars spáir vori í næstu viku, upp undir 20 stiga hita og mikið hlakka ég til. Búin að bíða ansi lengi eftir því og mörgum sinnum halda að það sé alveg að koma. Nú vona ég að hitinn fari ekki mikið niður heldur mest megnis upp það sem eftir er af þessum mánuði og næsta.

Tuesday, March 02, 2010

...

Það fór síðan þannig að ég skilaði ekki neinu til leiðbeinanda í dag heldur fékk 2 vikur í viðbót til að lesa og skrifa. Það er líka ágætt þar sem ég hefði ekki viljað skila því sem ég er komin með núna. Þarf aðeins meiri tíma til að vinna að hugtökunum mínum. Þar sem kennarinn sjálf stakk upp á þessu þá tók ég því fegins hendi.

Í dag hitti ég engu að síður hana ásamt tveimur nemendum sem hún vildi endilega koma mér í samband við. Strák frá Kúbu sem er í MA námi í intercultural education og stelpu frá Brasilíu sem var að byrja í doktorsnámi hérna í Deusto og er skrifa á svipaðri línu og ég. Gaman að hitta aðra nemendur þar sem ég orðin ein eftir af bekkjarfélögum mínum hérna í Bilbao.

Í framhaldi af þessum fundi fékk ég boð á ráðstefnu í San Sebastian í þarnæstu viku. Ráðstefnan er í rauninni fundur og sá sjötti í fundaröð um málefni sem snúa að mannréttindum og menntun. Fundurinn ber heitið "Multiculturality and Human Rights: Universality an Management of diversity" og margir spennandi fyrirlestrar í boðinu. Ég er að reyna að plata Lalla með mér - þá gætum við gert jafnvel tveggja daga ferð úr þessu og gist í því sem er án efa fallegasti bærinn á Vizcay flóanum.

Monday, February 22, 2010

Fyrsta dauðalína (deadline)

Þann 2. mars á ég að skila "literature review" eða fyrsta uppkasti að fræðilegri umfjöllun í MA ritgerðinni minni. Vandinn er að ég hef enn ekki getað gert upp hug minn hvernig nákvæmlega ég vil kortleggja fræðilega innganginn. Hvaða teoríur ég vil nota einna helst og í hvaða átt ég vil fara. Vissulega hef ég í huga nokkra lykilhöfunda og þeirra skrif en ég hef samt ekki nægilega mikla yfirsýn yfir efnið að mér finnst. En nú er víst komin tími til að hætta að lesa og byrja að skrifa að mati leiðbeinandans míns. Vamos vamos sagði hún við mig á síðasta fundi og þýddi það síðan yfir á ensku sem "lets go lets go".

Í örvæntingu minni hef ég því ákveðið að leita til kollega míns og fyrrum kennara, Eyrúnar Maríu. Hún hefur samþykkt að aðstoða mig að einhverju leyti og þó svo að ég hafi enn ekki nýtt mér góðvildina líður mér örlítið betur af því að vita af íslensku mælandi manneskju sem hefur þar að auki heilmikið vit og visku að geyma varðandi þessi efni sem ég rembist við að skrifa um, í netsambandi sem er tilbúin að aðstoða. Que suerte tengo!! Hversu heppin er ég!

Saturday, February 13, 2010

Barcelona ráðstefna

Já þá er það komið á hreint, ég fer á ráðstefnu í vor sem ber yfirskriftina Lifelong learning and Active Citizenship. Ég fer semsagt á doktorsráðstefnu í 2 daga og verð með plakat þar sem ég kynni MA verkefnið mitt og fæ að vera með í öllum fyrirlestrum og umræðutímum þó svo að ég sé ekki doktorsnemi - súper flott það.

Síðan ætla ég að sækja almennu ráðstefnuna og hlusta á mörg spennandi erindi. Þar verða amk 3 aðilar sem ég þekki til frá Íslandi og Spáni með erindi og ég hlakka mikið til.

Nú er bara að vinna að ritgerðinni...

Saturday, January 23, 2010

PHD nám

er eitthvað sem ég hugsa um á hverjum degi núna. Vildi að þetta væri ekki jafn mikill frumskógur og raun ber vitni. Ef ég gæti bara fundið draumanámið, skólastyrkinn fyrir því og að þetta allt saman væri nú í óskalandinu mínu! Þá væri lífið aðeins minna flókið :)

Ætti kannski að leggja þetta til hliðar í smá stund, einbeita mér að MA verkefninu og halda dampi þar. Vona síðan bara að eitthvað birtist mér alveg óvænt, hálf detti upp í hendurnar á mér og sé akkúrat fyrir mig.

...já einmitt það má alltaf halda í vonina. Þetta virkar víst ekki alveg þannig, það þarf víst að leita og leita ennþá meira og senda óteljandi umsóknir og skrifa óteljandi "própósala" og fá endalaus meðmæli og svo framvegis! Svo er bara vonandi að vinnan skili sér á endanum.

Friday, January 15, 2010

MA verkefnið tekur á sig mynd...

Dvölin á Íslandi var þrusugóð fyrir okkur Lárus bæði andlega og líkamlega. Það fylgir því alltaf einhver orka að hitta fólkið sitt, tala málið sitt og þekkja sig vel í öllum aðstæðum. Það er nefnilega alveg ótrúlega orkufrekt og erfitt að vera útlendingur til lengri tíma litið. Að búa í borg þar sem maður þekkir ekki staðhætti, þarf oft að spyrja til vegar, er ekki alveg viss um hvernig hlutirnir ganga fyrir sig og svo framvegis. Ofan á auðvitað málleysið. En allt tekur þetta bara sinn tíma og vonandi fyrr en síðar verðum við komin í það sem kallast "comfort zone".

Varðandi líkamlega þáttinn varð ég reyndar veik og eyddi alveg rúmri viku í það að halda mig innandyra. Sem var kannski bara akkúrat það sem ég þurfti á að halda. Að vera inni, læra og fá þjónustu frá mömmu og pabba. Ég held að við Lalli verðum að minnsta kosti nokkra daga að átta okkur á því að það er enginn sem þvær þvottinn okkar, eldar ofan í okkur dýrindis máltíðir eftir pöntun og býr um rúmið okkar. Hvað ætli það taki að fá mömmu og pabba bara til að flytja hingað til Spánar?

En svo er það líka hin hliðin á þessu öllu saman. Að vera sjálfstæður, ekki upp á neinn annan komin, þurfa að bjarga sér, þurfa að ströggla, leysa vandamál á hverjum degi, stappa í hvort annað stálinu og svo framvegis. Það ætti nú að gefa manni eins og einn bolla af lífsreynslu sem má nota í framtíðinni.

Fyrstu tveir dagarnir eftir heimkomu til Bilbao fóru í að læra þar sem ég átti að skila af mér tveimur og jafnframt síðustu annar-ritgerðum. Það er að segja ritgerðum sem segja til um einkunn og árangur hjá mér fyrir hverja önn. Næsta önn sem hefst formlega ekki fyrr en 1. mars verður síðan undirlögð í "stóru ritgerðina" eða MA ritgerðina. Ég fer í próf 20. janúar og 27. janúar og síðan hefst vinna og undirbúningur fyrir MA ritgerðina.

Sá undirbúningur er reyndar löngu hafinn þar sem ég bý svo vel að eiga gott fólk alls staðar að og gat nýtt jólafríið í að komast í smá viðtal hjá Sigrúnu Aðalbjarnardóttur sem hefur verið minn mentor á Íslandi. Við ræddum ritgerðarhugmyndir fram og aftur og enduðum að lokum á nokkuð spennandi og góðri hugmynd að mínu mati. Reyndar mjög langt frá því sem ég upphaflega hafði ætlað mér en samt sem áður innan þess ramma sem ég setti mér alveg í byrjun. Það er að segja þegar ég hóf námið. Þá ákvað ég að einbeita mér og sérhæfa mig sem mest ég gæti í borgaravitund og menntun. Ég hef síðan reynt að útfæra það hugtak á ýmsa vegu og með mismunandi hætti í öllum smærri ritgerðum sem ég hef unnið á sl. einu og hálfa ári.

Hugmyndin er eins og staða er í dag að skrifa um menntastefnur á Íslandi og Spáni í nokkurs konar samanburðarstíl, þó ekki klassískum heldur frekar í svona post-modern stíl þar sem ég er ekki mjög spennt fyrir því að fylgja alveg klassísku hefðinni. Enda mikið um nýjar leiðir og óhefðbundnari aðferðir innan fagsins núna síðustu ár. Mig langar að taka fyrir stefnur sem snúa að grunnskólanum og athuga hvort og hvernig borgaravitund hefur birst í opinberum skjölum, gögnum og stefnum frá hinu opinbera (og jafnvel frá einkageira ef það er eitthvað um slíkt). Ef það gefst tími til þá langar mig líka að huga að hugtökum á borð við lýðræði og fjölbreytileiki eða diversity. Það sem ég hef síðan hug á að greina er í raun hvers konar nálgun er höfð að leiðarljósi í þessum stefnum, það er hvort það sé verið að innleiða hugtökin á gagnrýnin hátt eða ekki, hvort að pósitívismi eða constructivismi virðast ráða för og hvort að hugtökin séu á einhvern hátt tengd einhverri greinanlegri orðræðu. Að hafa Spán síðan sem samanburðarland finnst mér alveg ideal þar sem Spánn og Ísland virðast að mörgu leyti glíma við áþekk samfélagsleg vandamál og vera komin álíka langt í að innleiða þessi hugtök inn í menntapólitíkina. Bæði löndin eru svokölluð "new immigrant" lönd þar sem tala innflytjenda hefur stigið hratt á töluvert stuttu tímabili. Í báðum löndum hefur viðhorf til útlendinga versnað og í báðum löndum er opinbert menntakerfi sem þjónar miklum meirihluta barna og unglinga á aldrinum 6 -16 ára og hefur því ákveðnum skyldum að gegna að takast á við samfélagið og samfélagslegar breytingar eins og þær koma fyrir í umhverfi þessara ungu borgara.

Ég býð nú spennt eftir vorinu því þá ætla ég að fara á ráðstefnu um þessi málefni í BC og hlusta á vonandi áhugaverða og spennandi fyrirlestra. Hvort ég verð með fyrirlestur líka kemur í ljós í miðjum febrúar.